Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 

Stuðningsfjölskylda:

 

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu. Þjónustumiðstöðvar eiga að beita sér fyrir því að þær sé að finna eftir því sem þörfin segir til um. Tilgangurinn er meðal annars að draga úr álagi á heimili, veita börnunum tilbreytingu og gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Þeir sem hafa hug á því að notfæra sér stuðningsfjölskyldu skulu snúa sér til viðkomandi þjónustumiðstöðvar sem sér um tilhögun dvalar og umsjár. Dvöl barns hjá stuðningsfjölskyldu skal bundin í samningi, milli þjónustumiðstöðvar og stuðningsfjölskyldu, og miðast við ákveðið tímabil.


Þjónustumiðstöðvarnar eiga að kanna vandlega heimilishagi og aðstæður stuðningsfjölskyldu í þeim tilgangi að meta hæfni og möguleika viðkomandi fjölskyldu til að sinna hlutverki sínu. Þjónustumiðstöðvarnar hafa eftirlit með starfsemi stuðningsfjölskyldna og veita þeim fræðslu, ráðgjöf og stuðning. Tekið skal tillit til óska forráðamanna hins fatlaða við val á stuðningsfjölskyldu. 


Stuðningsfjölskyldur eru bundnar þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem þær fá um einkahagi hins fatlaða og fjölskyldu hans og helst hún eftir að störfum er lokið.

 

Forráðamönnum barns ber að upplýsa stuðningsfjölskyldu um það sem er mikilvægt velferð barnsins, þar á meðal ef barn er haldið ákveðnum sjúkdómi. Ákvörðun um dvöl barns hjá stuðningsfjölskyldu er á ábyrgð forráðamanna barns.


Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru stigskiptar eftir fötlun og umönnunarþörf. Þær eru verktakagreiðslur og fara fram hjá ríkisféhirði. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu skerða ekki aðrar greiðslur eða þjónustu sem hinn fatlaði eða aðstandendur hans kunna að njóta.

 

þjónustumiðstöðvar 

 

Til baka á yfirlit yfir stuðning.

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls