Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 

Stjörnuviðtal við Engilráði

 

Eftirfarandi viðtal við Engilráði birtist í barnablaði Morgunblaðsins 8. janúar 2006.

 

Engilráð með félaga sínum Eiði Smára

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig er að vera stjarna í Stundinni okkar?

Það er örugglega mjög fínt að vera stjarna -  líka tungl og sól – eða ský – en allra best held ég að það sé að vera andarungi í Stundinni okkar. Það er svo ótrúlega skemmtilegt.

 

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? 

Mér finnst skemmtilegast að hitta krakka -  stóra sem smáa, (klaufska sem knáa), mjóa sem mjúka,( fríska sem sjúka) – já b’ra alla krakka.

 - af hverju?

Jú,  vegna þess að smáfólk er sko ekkert smá fólk. Ekki satt?

 

Hvað finnst þér best að borða?

Það kemst margt í þennan stóra maga, en það er nú kannski önnur saga

Mmmmmarenskökur og hlaupin rauð, sælgæti og súkkulaðifrauð...

Samt má ég til aðeins að klaga -  ekkert má nema þessa fáu nammidaga

Nábít annars fæ,  ónot -  andnauð – sem lagast ei fyrr en ég fæ andabrauð!

 

Hver er besti vinur þinn? – af hverju er hann góður vinur?

Hann heitir Ástríkur og hann er sko mjög ástríkur... Mér finnst hann alveg sérstakur, einstakur - eins og reyndar við öll... Já því það eru engir tveir alveg eins, ekki einu sinni tvíburar – mmmm að hugsa sér! Við erum alltaf að faðmast... Já, – var ég búin að segja þér að ekkert faðmlag er of breitt, hlýtt, stórt eða smátt - þau nefnilega öll jafn góð og  – það ætti að setja þau í sjóð og nota fyrir heila þjóð... Nei nú er ég að bulla...

 

Hvaða litur finnst þér flottastur? – af hverju?

Þetta er nú ekki erfið spurning –gulur er sko uppáhaldsliturinn minn – mér finnst hann langfallegastur.... hann minnir mig á skínanadi stjörnur, tunglið og  sjálfa sólina... já og auðvitað á glaðlega  andarunga... já b’ra svo ótalmargt.

 

Áttu uppáhaldslag?- má textinn fylgja?

Já, það eru auðvitað mörg falleg lög... en Faðmlagið... það er mitt uppáhaldslag...

Hefur þú heyrt það? Viltu kannski að ég syngi það fyrir þig?

Allir með... reynið b´ra að tralla með og vera þið sjálf...

 

Hægt er að hlusta á lagið og skoða textann hérna á heimasíðunni.

 

Hvað gerir þú þegar þér leiðist?

Þá glugga ég í Brosbókina mína.

 

Hvernig bók er það?

Það er bók sem fær mann til að brosa (og stundum hlæja... en Hláturbókin væri svolítið skrítið nafn – ekki satt?)! Það er alveg sérstök bók sem ég skrifa í eitt og annað eftirminnilegt – já ógleymanleg andar-tök. Stundum lími ég líka inn ljósmyndir eða fallega teiknaðar myndir sem ég hef fengið sendar frá krökkum. Þegar mér leiðist eða ég verð eitthvað stúrin skoða ég b’ra bókina. Þá rifjast upp góðar stundir, ég fæ alls konar hugmyndir og steingleymi því hvað ég var leið.. – finnst þér það ekki sniðugt? (Kannski þyrftu allir að eiga Brosbók...)

 

Geturðu sagt einn sniðugan brandara?

Já, já – b’ra einn? Heyrðu -  má það frekar vera gáta?

 

Hvar er skemmtilegast að ver’ann í feluleik?

–  Auðvitað í Finnlandi – skilur’ðu? Finn – landi...  Hí,hí....

(Hefur þú heyrt um ungann... sem varpaði öndinni..... léttar! Hí, hí!)

 

Má ég bæta svolitlu við?

Krakkar þakka ykkur fyrir myndirnar– mér hlýnaði um hjartaræturnar þær voru svo fallegar... 

 

Og eitt Engilráð í lokin:
Krakkar! Muinið!  INN MEÐ SÆLU OG ÚT MEÐ SÚT!

 

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
ágúst 2020
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls