Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
30. september 2016

Listaverkaalmanak samtakanna fyrir árið 2017 er komið út. Almanakið er gullfallegt að venju og í þetta sinn prýðir það myndir eftir listakonuna Sigrúnu Eldjárn. Almanakið kostar 2.500 kr. og er hægt að panta það hér á síðunni og fá það sent heim. Þá munu sölumenn okkar ganga í hús og bjóða það til sölu. Við vonum að sölumönnum okkar verði vel tekið. Lesa meira

Íþróttafélagið Ösp stendur fyrir kynningu á mánudaginn 3. október milli kl. 17:00 - 18:00 í nútíma fimleikum (Rhytmik Gymnastics) fyrir þroskahamlaðar stúlkur á aldrinum 14 - 25 ára í Íþróttahúsi Austurbæjarskóla gengið inn frá Vitastíg (Ská á móti Vitabarnum beint á móti barnaheimilinu Ós)

Leiðbeinendur eru: Sigurlín Jóna og Eva Hrund 

27. september 2016

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 24. sept. 2016  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.               

 Mikilvægur áfangi en betur má ef duga skal.

Alþingi samþykkti í gær ályktun um að samningur um réttindi fatlaðs fólks skuli fullgiltur fyrir Íslands hönd. Samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands fyrir meira en 9 árum síðan, þ.e. 30. mars 2007, og hafa langflest ríki í heiminum þegar fullgilt samninginn. Fullgilding samningsins er mikilvægur áfangi í að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri sem flestu ófötluðu fólki þykja sjálfsögð. Þar er mikið verk að vinna og vonandi ganga íslensk stjórnvöld rösklegar fram við það en þau hafa gert við fullgildingu þessa mikilvæga mannréttindasamnings. Lesa meira 

20. september 2016

Okkur er sönn ánægja að segja frá því að sjötta sería hinna margverðlaunuðu þátta af Með okkar augum fer í loftið í kvöld þriðjudaginn 20.september kl. 20.10. Efnistök eru að venju fjölbreytt, fræðandi og áræðin. Ekki missa af frábærum þáttum á Rúv á þriðjudagskvöldum í haust. Lesa meira  

Þingsályktunartillaga um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögð fram á Alþingi.

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
september 2016
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900